![Frá fundi flokksráðsins í Valhöll í kvöld.]()
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks, segir í samtali við mbl.is að aðildarferlið að Evrópusambandinu verði stöðvað þegar í stað. Nánari útfærsla á því verði hins vegar kynnt á næstunni. Sjálfstæðisflokkur fær í ríkisstjórnarsamstarfinu fimm ráðherra og Framsóknarflokkur fjóra.