![]()
Bandaríska skátahreyfingin samþykkti í gær í kosningu að fella úr gildi bann við því að vera opinberlega samkynhneigður í skátunum. Þetta nær þó aðeins til ungra skáta - þ.e. yfirmenn í skátunum mega ekki vera opinberlega samkynhneigðir. Banninu verður aflétt frá og með 1. janúar 2014.