„Við erum ekki hér til að vernda eigin hagsmuni. Við erum hér til að vernda mannkynið, börnin okkar. Við erum hér til að vernda komandi kynslóðir,“ sagði Ludivine de la Rochére en hún fer fyrir samtökum sem mótfallin eru samkynhneigð og þá sérstaklega hjónaböndum samkynhneigðra. Fjölmenn mótmæli voru í París í dag.
↧