![Póstkassi jólasveinanna er þriggja metra hár. Við hlið hans stendur Eysteinn Örn Garðarsson]()
Á morgun verður póstkassi íslensku jólasveinanna settur upp í Skátagili á Akureyri. Póstkassinn er harla óvenjulegur, en hann er þriggja metra hár og einn og hálfur meter á breidd. Áætlað er að setja upp svipaða kassa á helstu ferðamannastöðum um landið.