Vincent Autin og Bruno Boileau voru í dag fyrsta samkynhneigða parið í Frakklandi til að ganga í hjónaband þar í landi. Hjúskaparlögum landsins var nýlega breytt og því gátu þeir nú loks gengið í hnapphelduna. Hundrað lögreglumenn stóðu vaktina vegna mótmæla sem lagabreytingin hefur fengið.
↧