![„Á meðan ég var á fjallinu talaði ég ekki við Guð, ég talaði við Ísland,“ segir Maylis Lasserre sem nú dvelur á sjúkrahúsinu á Ísafirði.]()
„Mér líður vel, núna er það versta að baki,“ segir Maylis Lasserre, sem fannst heil á húfi í gærkvöldi eftir rúmlega sólarhrings leit í Mjóafirði við Ísafjarðardjúp. Hún segist ekki hafa talað við guð heldur Ísland í þá 32 tíma sem hún var í sjálfheldu á fjallinu fyrir ofan bæinn Heydal.