![Amfetamín.]()
Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt karlmann í tveggja ára fangelsi en hann reyndi að flytja til landsins 2.724,79 g af amfetamíni ætluðu til söludreifingar hér á landi í ágóðaskyni. Efnið var það sterkt að hægt hefði verið að framleiða 15,7 kg af amfetamíni í neyslustyrkleika úr því.