![]()
Þyrla Landhelgisgæslu Íslands hefur verið kölluð út vegna umferðarslyss rétt austan við Hala í Suðursveit. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Höfn lentu jeppabifreið og önnur stærri fólksbifreið í árekstri en þyrlan er væntanleg á slysstað laust fyrir klukkan hálfsjö.