![Frá vettvangi slyssins.]()
Allt að fimmtíu farþegar farþegalestar eru látnir og rúmlega tvö hundruð eru slasaðir eftir að farþegalest fór út af sporinu í norðvesturhluta Spánar í kvöld. Að sögn sjónarvotta var aðkoman að slysinu hræðileg og lágu lík á víð og dreif um lestarteinanna.