![Lið Crossfit Stöðvarinnar, Team Thor.]()
Tvö íslensk crossfit lið og ein íslensk kona etja nú kappi við lið og einstaklinga frá öllum heimshornum á heimsleikunum í crossfit sem nú fara fram í Los Angeles í Bandaríkjunum. Liðin eru frá CrossFit Stöðinni og CrossFit Reykjavík, en Katrín Tanja Davíðsdóttir frá fyrrnefndu stöðinni keppir í einstaklingskeppni kvenna.