![]()
Kona í Suðurhólum í Breiðholti óskaði eftir aðstoð lögreglu klukkan 05.41. Hún var þar föst og komst ekki yfir bifreiðastæðið sem var þakið svelli og inn heima hjá sér. Lögreglumenn mættu á staðinn og hjálpuðu konunni að komast inn til sín, samkvæmt tilkynningu frá lögreglu höfuðborgarsvæðisins.