![Með flýtibílum væri hægt að draga töluvert úr fjölda bíla á götum borgarinnar, ef miðað er við erlenda reynslu.]()
Með því að koma upp skilvirku og góðu flýtibílakerfi á höfuðborgarsvæðinu væri hægt að fækka bílum í umferðinni um tugþúsundir. Þetta gæti m.a. dregið úr mengun, minnkað umferðarþvögur og dregið úr kostnaði við umferðarmannvirki. Þá gæti þetta sparað fjölskyldu sem rekur tvo bíla um milljón á ári.