$ 0 0 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á töluvert magn af sterum við húsleit í Kópavogi í síðustu viku. Á sama stað fannst einnig allnokkuð af skotfærum sem og búnaður til lyfjaframleiðslu. Var það sömuleiðis tekið í vörslu lögreglu.