![Innanríkisráðuneytið]()
Samtökin No Borders hyggjast í hádeginu mótmæla við innanríkisráðuneytið því sem þau kalla sundrun fjölskyldu frá Nígeríu. Til mótmælanna var efnt vegna brottvísunar hælisleitandans Tony Omos sem er í felum hér á landi. Samtökin halda því fram að hann eigi unnustu og ófætt barn hér á landi.