![]()
Búast má við erfiðum akstursskilyrðum þar sem saman fer hálka og hvassviðri að sögn Veðurstofu Íslands. Hún hefur sent frá sér viðvörun en gert er ráð fyrir stormi (meðalvindi meira en 20 m/s) á Vestfjörðum, Ströndum, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra og Miðhálendinu fram á nótt.