![Sauðárkrókur]()
Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur ákveðið að ekki verði farið í gjaldskrárhækkanir fyrir árið 2014 sem snúa aðallega að börnum, barnafólki og eldri borgurum. „Markmiðið er að tryggja að Skagafjörður sé og verði í fremstu röð sem ákjósanlegur búsetukostur,“ segir í bókun sveitarstjórnar.