![Háskóli Íslands]()
Ríkissaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur fyrrverandi fjármálastjóra Háskóla Íslands. Maðurinn dró sér samtals 9.093.746 krónur í starfi sínu frá 22. febrúar 2007 til 12. janúar 2012. Hann er ákærður fyrir fjárdrátt og fjársvik í opinberu starfi.