![Handtakan á Laugavegi.]()
Lögmaður lögreglumanns sem ákærður er fyrir líkamsárás þegar hann handtók konu á Laugavegi í júlí síðastliðnum sagði að hann hefði verið að koma í veg fyrir frekara ofbeldi gegn sér. Þá sé óumdeilt að hann hafi beitt viðurkenndri handtökuaðferð sem hann hafi hlotið sérstaka þjálfun í að beita.