![Vopnaðir menn úr sérsveit ríkislögreglustjóra eru komnir á svæðið.]()
Atburðir næturinnar í Hraunbænum, þar sem karlmaður hleypti af fjöldamörgum skotum á lögreglu- og sérsveitarmenn, eiga sér enga hliðstæðu á Íslandi. Sérsveit ríkislögreglustjóra, stofnuð árið 1982, hefur aldrei áður þurft að grípa til þess neyðarráðs að beita skotvopnum sínum á vettvangi.