![Mæðgurnar Jenný Kristín Sigurðardóttir og Sjöfn Kolbeins létu sig ekki muna um að útbúa 109 jólagjafir handa þeim sem minna mega sín.]()
„Tilhugsunin um að einhverjir á Íslandi fái ekki jólapakka, það er svo skrýtið. Ég er bara að gera þetta af því maður getur hjálpað,“ segir Jenný Kristín Sigurðardóttir, sem ásamt móður sinni gaf 109 pakka undir jólatréð í Kringlunni í dag, jafnmarga og lækin sem hún fékk á klukkustund á Facebook.