![Jónína Benediktsdóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur.]()
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt athafnakonuna Jónínu Benediktsdóttur í 30 daga fangelsi og svipt hana ökurétti ævilangt. Í dóminum yfir Jónínu segir að ölvunarakstursbrot hennar sé ítrekað öðru sinni. Framburður hennar var sagður misvísandi og óstöðugur.