![Víða er vont veður í kvöld á landinu. Mynd úr safni.]()
Gert er ráð fyrir stormi á Vestfjörðum í nótt, og verður vindhraði á bilinu 18-23 metrar á sekúndu. Gera má ráð fyrir hvössum vindhviðum á Vestfjörðum, Öræfasveit og undir Eyjafjöllum í nótt og á morgun. Er því ráðlagt að vera ekki á ferðinni á þeim slóðum. Hált hefur verið víða um landið í kvöld.