![Aftökuklefi í Texas. Mynd úr safni.]()
Ríkisstjóri Washington-ríkis tilkynnti í kvöld að hann ætlaði sér að fresta tímabundið öllum dauðarefsingum, þar sem gallar væru í notkun þeirra. Jay Inslee, sem er úr röðum demókrata, sagði að hann hefði ákveðið þetta eftir að hafa komist að raun um að ójafnrétti ríkti við beitingu refsingarinnar.