![Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra.]()
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra lagði í dag fram á Alþingi frumvarp til laga um gjaldskrárlækkanir. Þar eru tillögur að lækkun á svokölluðum krónutölusköttum og gjaldskrám, úr 3% í 2% með það að markmiði að verðlagsáhrif, sem af þeim leiði, verði minni en ella, eins og segir í frumvarpinu.