![Hér má sjá kápu plötunnar.]()
Fyrsta og eina breiðskífa fornfrægu rokkhljómsveitarinnar Svanfríðar, What's hidden there, er orðin verðmætasta íslenska vínylplatan, ef marka má yfirlit vefsíðunnar Popsike.com. Í desembermánuði í fyrra var hún seld á 1.815 Bandaríkjadali, jafnvirði tæpra 206 þúsunda króna, á uppboðsvefnum eBay.