![Hitað upp fyrir kjötkveðjuhátíðina á götum Ríó í gær.]()
Undir trumbuslætti og sambadansi undirbúa íbúar Ríó sig nú fyrir nautnalífið sem tilheyrir kjötkveðjuhátíðinni sem stendur næstu fimm daga. Undirbúningur fyrir hátíðina miklu hefur staðið vikum saman en í dag er stóri dagurinn runninn upp: Veislan er að hefjast.