![John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.]()
John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, flýgur til Úkraínu á þriðjudag þar sem hann mun meðal annars funda með ráðamönnum í Kænugarði, höfuðborg landsins. Í tilkynningu frá bandaríska utanríkisráðuneytinu kemur fram að Kerry lýsi yfir fullum stuðningi við nýja ríkisstjórn í landinu.