![ÍSLENSKIR brimbrettakappar láta kuldann ekki á sig fá. Í Þorlákshöfn er þekktasti staðurinn hér við land til brimbrettaiðkunar.]()
Unnið er að áætlun um stofnkostnað og rekstur á brimbrettaaðstöðu við Þorlákshöfn, en í síðustu viku fól bæjarstjórn Ölfuss bæjarstjóra og skipulagsfulltrúa að kanna málið. Erindið kom frá Bjarka Þorlákssyni og surf.is, en það er félag sem hefur staðið fyrir kennslu á brimbretti hér á landi síðustu fimm árin.