![Enn lítur allt út fyrir að framhaldsskólakennarar fari í verkfall 17. mars næstkomandi.]()
Stíf fundahöld voru í gær hjá ríkissáttasemjara á milli framhaldsskólakennara og ríkisins. „Það er bara verið að funda í gríð og erg,“ sagði Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður Félags framhaldsskólakennara, í gær í stund milli stríða og vildi ekki meira um málið segja.