![Hallgrímur Eymundsson er einn þeirra 14 sem eru með NPA-samning í Reykjavík.]()
Hallgrímur Eymundsson er 35 ára tölvunarfræðingur hjá Reykjavíkurborg og starfar þar við hugbúnaðarþróun. Hann er með hreyfihömlun, er í hjólastól og þarf aðstoð við flestar athafnir daglegs lífs. Hallgrímur er einn þeirra 14 sem eru með NPA-samning í Reykjavík, en hann var gerður í fyrrasumar.