![Frá fundi framhaldsskólakennara og ríkisins í kvöld.]()
Á tíunda tímanum í kvöld lá fyrir að verkfall Félags framhaldsskólakennara og Félags stjórnenda í framhaldsskólum myndi hefjast á miðnætti. Ríkissáttasemjari lagði fram drög að samningum um hálf-tíu leytið og hyggjast kennarar fara yfir þau í kvöld og á morgun.