Um helgina opnar Rokksafn Íslands í Reykjanesbæ, mikið er lagt í safnið en það er poppfræðingurinn Jónatan Garðarsson sem skrifar sýninguna sem er í formi tímalínu. Hann segir að gestir muni verða fyrir heildarupplifun í Hljómahöllinni en m.a. verður hægt að prufa hljóðfæri og hlusta á tóndæmi.
↧