![Frosti Jay Freeman er flottur strákur sem er ávallt léttur í lundu.]()
Frosti Jay Freeman er sex ára gamall piltur sem greindist með sjaldgæfan erfðasjúkdóm í febrúar 2013. Sjúkdómurinn nefnist Ataxia telangiectasia og er Frosti þriðji Íslendingurinn sem greinist með sjúkdóminn. Vinir og vandamenn Frosta hafa ákveðið að halda styrktartónleika sem fara fram 16. apríl.