![Ferðafólk á leið um landið.]()
Gera má ráð fyrir að umfang gististarfsemi sem fer ekki í gegnum virðisaukaskattkerfið, það er svört starfsemi, sé um það bil 17% af heildarveltu gististaða í landinu. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarmiðstöðvar atvinnulífsins á Bifröst sem kynnt var á aðalfundi Samtaka ferðaþjónustunnar í dag en hún verður tilbúin síðar í þessum mánuði.