![Það hefur verið milt veður í Reykjavík síðustu daga.]()
Horfur eru á þokkalega góðu veðri um páskana, en þó verður suðvestanhvassviðri eða stormur með skúrum eða éljum á föstudaginn langa. Ekki er líklegt að veðrið þann dag spilli færð um vegi landsins. Það verður hins vegar heldur kalt í veðri um páskana.