![Páskalömb Birgir Arngrímsson og móðurbróðir hans, Steinþór Heiðarsson, með nýfædd páskalömbin.]()
„Það er rosalega gaman að vera hér í sveitinni og gefa kindunum. Ég kem oft um helgar þegar ég get og er þá alltaf í fjárhúsunum, enda hef ég mestan áhuga á sauðfénu og öllu sem því tengist,“ segir Birgir Arngrímsson, 13 ára nemi í Lundarskóla á Akureyri.