![Harpa.]()
172 milljóna króna hagnaður varð af rekstri tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu í fyrra, samanborið við 1.419 milljóna króna tap árið 2012. Samkvæmt efnahagsreikningi eykst eigið fé félagsins úr 99 milljónum króna í röskan milljarð, að því er segir í tilkynningu.