![Að ganga Jakobsveginn er bæði andlegt og líkamlegt ferðalag.]()
Eitt er að fara í gegnum breytingar, hitt er að þora. Margrét Jónsdóttir er ein þeirra sem þora og hún mælir eindregið með því. Hún stofnaði ferðaskrifstofuna og ráðgjafarfyrirtækið MUNDO fyrir tveimur árum og núna er hún að hjóla með hópi Íslendinga pílagrímsstíginn sem kallaður er Jakobsvegurinn.