$ 0 0 Kona sem slasaðist í bruna á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í dag liggur nú í öndunarvél á gjörgæslu Landspítalans. Að sögn læknis er hún alvarlega slösuð. Konan var flutt á bráðamóttöku og þaðan rakleiðis á gjörgæslu þar sem henni er haldið sofandi.