![Flutningabíllinn fór á hliðina með um 20.000 lítra af mjólk. Tæplega helmingur mjólkurinnar bjargaðist.]()
Ótrúleg heppni var að enginn slasaðist þegar mjólkurbíll fór á hliðina í Flókadal í Borgarfirði í dag. Um 20.000 lítrar af mjólk voru í bílnum og flæddi rúmur helmingurinn út. Bílstjórinn segir mörghundruð kílómetra kafla vegakerfisins vera hættulega fyrir stóra flutningabíla.