![Frá vettvangi í Stokkhólmi í dag.]()
Lögregla fann enga sprengju á karlmanni sem hótað hafði að sprengja sig í loft upp í Stokkhólmi höfuðborg Svíþjóðar í dag. Maðurinn gekk inn í byggingu sem hýsir meðal annars höfuðstöðvar sænska Íhaldsflokksins og Jafnaðarmannaflokksins og tilkynnti að hann væri með sprengju innanklæða.