![]()
Tvö bónorð hafa verið borin upp á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem nú stendur yfir í Brasilíu. Stuðningsmaður Bosníu bað unnustu sinnar í leik gegn Argentínu og Bandaríkjamaðurinn Nick Brusich bað Jennifer Buzan kærustu sinnar til nokkurra ára í hálfleik í viðureign Bandaríkjanna og Gana.