Uppreisnarmenn í skæruliðahreyfingunni ISIS myrtu í dag á þriðja tug manna í baráttu þeirra fyrir uppgangi súnníta í landinu. Á sama tíma og uppreisnarmennirnir taka yfir hvern bæinn á fætur öðrum í landinu stökkva sífellt fleiri Írakar á flótta og eru meira en hálf milljón manna á vergangi.
↧