![Hafsjór af fólki bíður í eftirvæntingu eftir því að breska hljómsveitin Elbow stígi á svið.]()
Lana Del Rey, Robert Plant, Metallica, Arcade Fire, já meira að segja Kelis sjálf lét sig ekki vanta á Glastonbury-tónlistarhátíðinni í Suð-Vestur Englandi í vikunni. Aðalkvöld hátíðarinnar er í kvöld og er það þungarokkshljómsveitin Metallica sem mun stíga þar á stokk.