![Maðurinn svíkur út veitingar á veitingastöðum borgarinnar.]()
Karlmaður á fimmtugsaldri var handtekinn á veitingastað í miðborginni um klukkan tíu í gærkvöldi eftir að hann neitaði að greiða fyrir veitingar sem hann pantaði og naut. Að sögn lögreglu er um að ræða mann sem hefur verið handtekinn á hverjum degi í hálfan mánuð fyrir þjófnaði og veitingasvik.