![Ísraelsmenn horfa yfir Gaza af Sderot hæðinni. Flestir eru íbúar úr samnefndum bæ, en sumir koma lengra að til að sjá loftárásirnar með eigin augum.]()
„Ég kom aðallega bara til að upplifa andrúmsloftið,“ sagði hin ísraelska Shiran Ben Ezra við blaðamann Afp ofan af Sderot-hæð, við landamæri Gaza. Sjálf býr hún í Tel Aviv, en gerði sér ferð til Sderat til að sjá loftárásirnar á Palestínumenn með eigin augum, en ekki bara í fjölmiðlum.