![Öskjuvatn - Fjölförnustu svæðin eru ekki afgirt að sögn yfirlandvarðar]()
Afgirt svæði á Öskjusvæðinu ættu ekki að breyta miklu fyrir ferðamenn, segir yfirlandvörður. Enn sé hægt að ganga þær leiðir sem voru fjölfarnastar fyrir skriðuna í síðustu viku. Svæðið er nú í skoðun og ef niðurstöður sýna að svæðið sé öruggt er mögulegt að afgirt svæði verði opnuð aftur í vikunni.