![]()
Veðurstofa Íslands telur að um 8.000 skjálftar hafi riðið yfir svæðið í kringum Bárðarbungu frá því að skjálftahrinan hófst, en hún er enn í gangi og virðist frekar vera að sækja í sig veðrið. Þannig hafa 2.152 skjálftar mælst á svæðinu undanfarna tvo sólarhringa. Ekkert bólar hins vegar á eldgosi.