![Mynd sem var tekin í eftirlitsflugi Landhelgisgæslunnar í dag fyrir norðan Dyngjujökul. Hún sýnir sprungur sem hafa hreyfst sem búast megi við í tengslum við kvikuganginn sem hefur verið á hreyfingu. Sprungurnar ná um það bil fjóra km norður fyrir Dyngjujökul.]()
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra segir að vísindamenn hafi orðið varir við breytingar í norðvestanverðum Vatnajökli. Farið hafi verið í vísindamannaflug með TF-SIF yfir jökulinn í dag. Í fluginu sáust grunnir sigkatlar og sprungur 4 – 6 km langar við suðaustanverða Bárðarbungu.