![Á þessu korti Vegagerðarinnar má sjá þær vegalokanir sem eru vegna eldgossins í Holuhrauni.]()
Lögreglumenn og björgunarsveitarfólk er við alla þá vegi sem liggja að eldgosinu sem hófst rétt eftir miðnætti milli Dyngjujökuls og Öskju, nyrst í Holuhrauni. Sýslumaðurinn á Húsavík segir að ekki sé hægt að tryggja ástandið á svæðinu meðan myrkur er. Staðan verði skoðuð í birtingu.